top of page
Vímuefnaráðgjöf, fíkniráðgjöf, sálfræðingur vímuefni, fíkn, sálfræðingur fyrir aðstandendur

Páll útskrifaðist úr klínískri sálfræði árið 2019. Hann hefur starfað hjá SÁÁ þar sem hann veitti fólki með fíknvanda og aðstandendum þeirra sálfræðiþjónustu. Hann starfar nú hjá Heilsustofnun NLFÍ og Værð. Hjá Værð sálfræðiþjónustu býður Páll upp á fjarviðtöl og er því hægt að bóka viðtal hvar í heiminum sem er. Markmiðið með sálfræðiviðtölunum er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra aðstoð við að takast á við áskoranir fíknar með gagnreyndum aðferðum. 
 

Páll notar hugræna atferlismeðferð (CBT) og núvitund í meðferðarvinnu sinni. CBT er áhrifaríkri nálgun sem leggur áherslu á að bera kennsl á og umbreyta neikvæðum hugsunarmynstrum sem knýja fram ávanabindandi hegðun. Samhliða vinnu sinni með fólki með fíknvanda hefur Páll mikinn áhuga á að styðja aðstandendur þeirra. Hann býður því einnig upp á sálfræðiviðtöl fyrir aðstandendur til að tjá tilfinningar sínar, skilja reynslu sína og þróa heilbrigð bjargráð. 

Bóka tíma

Sálfræðiviðtal hjá Værð kostar 20.000 kr. (50 mínútur, sjá verðskrá hér). Til að bóka sálfræðiviðtal þarftu að smella á „Bóka viðtal hér“ en þá færistu yfir á síðu Köru Connect. Inni á Köru Connect fer skráning fram í gegnum rafræn skilríki. Vinsamlegast fyllið út nauðsynlegar upplýsingar og tilgreinið sérstaklega að óskað sé eftir fíknráðgjöf hjá Páli ef áhugi er fyrir því. Eftir að þjónustubeiðni hefur skilað sér mun Páll Heiðar hafa samband við þig í gengum tölvupóst svo mikilvægt er að fylgjast vel með honum. 

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband ef þörf er á nánari upplýsingum eða aðstoð. Hægt er þá að senda Páli tölvupóst á pall@vaerd.is

bottom of page