Hvað er fjarviðtal?

Fjarheilbrigðisþjónusta - Fjarviðtöl

Fjarheilbrigðisþjónusta er viðeigandi fyrir einstaklinga með vægan til miðlungs vanda. Ef um bráðann geðrænan vanda er að ræða þá bendum við á og vísum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans staðsett á Hringbraut. Hún er opin kl. 12:00-19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 á frídögum. Utan þess tíma er hún staðsett á bráðamóttökunni í Fossvogi. Sé um sjálfsvígshugsanir að ræða er hægt að leita til Pieta samtakanna (551-2218) eða Hjálparsíma Rauða Krossins (1717).

 

Hvert viðtal stendur yfir í 50 mínútur og kostar 17.000 kr. Forföll skal tilkynna með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu og félagsþjónusta sveitarfélaga aðstoða einnig í mörgum tilfellum.

Sálfræðingar hjá Værð nota Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara connect krefst ekki neins sérstaks búnaðar annars en myndvélar og hljóðnema í tölvu (í dag innbyggt í flestar fartölvur og spjaldtölvur). Æskilegt er að notast við heyrnartól meðan viðtali stendur.

- Öryggi fjarviðtala

Værð notar hugbúnaðarkerfið Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara Connect er hugbúnaður hannaður til að veita örugga leið til fjarskipta á aðgengilegan hátt. Hugbúnaðurinn er öruggur og áreiðanlegur. Kara notar SSL / TLS öryggisvottorð sem er endurnýjað á 90 daga fresti eða minna. Gögn eru dulkóðuð og geymd á öruggan máta sem tryggir persónuvernd. Því uppfyllir Kara Connect ítrustu kröfur um persónuvernd í samræmi við lög nr 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

- Niðurgreiðsla stéttarfélaga

Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna sálfræðimeðferðar hjá Værð. Misjafnt er á milli stéttarfélaga hversu mikinn þátt þau taka í kostnaði. Við hvetjum ávallt fólk til að hafa samband við stéttarfélagið sitt til að kanna hver réttindi þess eru.

Við hjá Værð hvetjum þá sem glíma við veikindi en stefna á endurkomu á vinnumarkað eða í nám að kynna sér VIRK endurhæfingarsjóð. Umsóknir um endurhæfingu hjá VIRK fer í gegnum heimilislækni viðkomandi. Við minnum fólk á að mæta með náms- og starfsferils sögu í bókaðan læknatíma til að flýta fyrir ferlinu.