Faghandleiðsla

Einstaklingshandleiðsla

Markmiðið er að einstaklingurinn geti nýtt hæfni sína betur í starfi. Í handleiðslu skoðar einstaklingurinn einnig markmið vinnustaðarins og samskipti á vinnustað með uppbyggingu hans að leiðarljósi með það að markmiði að honum líði betur í starfi, njóti þess betur og veiti betri þjónustu.

 

Hóphandleiðsla

Markmiðið með hóphandleiðslu er að hver og einn starfsmaður í vinnuhópnum nýti hæfni sína betur í starfi og að hópurinn sem heild nái að auka gæði þjónustunnar. Í hóphandleiðslu er unnið með hin ýmsu mál sem starfshópurinn vill vinna með s.s. krefjandi verkefni sem starfshópurinn vinnur að saman eða samskipti, stefnumótun, vinnulag og álags- og streituvarnir. Hópurinn hittir handleiðarann 2-4 sinnum á hverri önn. Í handleiðslunni fara umræður fram í trúnaði.

 

Stjórendahandleiðsla

Stjórnendahandleiðsla er allt frá því að vera tímabundin vegna sérstakra aðstæðna eða verkefna, yfir í að vera langtímaverkefni sem liður í starfsþróun. Stjórnendur hafa oft óskir um að efla sig í einstökum þáttum stjórnendahlutverksins, fá stuðning í krefjandi starfsmannamálum eða þegar um erfiðleika er að ræða í starfshópnum og fara yfir skref í breytingastjórnun.

Værð gerir þjónustusamninga við stofnanir og fyrirtæki varðandi fræðslu og stuðning út frá óskum vinnustaðarins.