Search

Kulnun (e. burn-out)

Hver er munurinn á streitu og kulnun Það er munur á streitu og kulnun. Hæfilegt magn af streitu getur nefnilega hjálpað okkur, það getur bætt frammistöðu en þegar streitustigið verður of hátt dregur það úr árangri. Skilin milli streitu og kulnunar eru mjög óskýr. Kulnun er hægt að hugsa sem stærri og verri gerðina af streitu. Kulnun þarf streitu til að myndast en þú getur haft streitu án þess að fara í kulnunar ástand. Það getur verið afar erfitt að greina kulnun vegna þess hversu hægt hún þróast. ​ Skilgreining á kulnun Kulnun samanstendur af þremur víddum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO); orkuleysi/örmögnun, upplifun á að vera andlega fjarverandi í vinnu/neikvæð viðhorf/tortryggni tengd vinnustað og minni afköst í vinnu. Kulnun var skilgreind af sálfræðingnum Herbert Freudenberger á áttunda áratugnum sem tilfinningaleg, andleg og oft líkamleg þreyta og vanlíðan sem stafar af langvarandi eða endurtekinni streitu. Þreytan sem einstaklingar upplifa í kulnunarástandi er mun verri en venjuleg þreyta sem gerir fólki erfitt fyrir að takast á við daglegt líf. Þeir sem eru í kulnunar ástandi kunna jafnvel að hafa svartsýnni sýn á lífið og upplifa vangetu, tilgangsleysi og vonleysi. Þeim finnst þeir ekkert eiga eftir til að gefa og/eða telja sig ekkert gera sem skiptir máli. Rannsóknir hafa sýnt að kulnun tengist mörgum kvillum, meðal annars skerðingu á hugrænni færni, svefnvanda, þunglyndi, kvíða og öðrum líkamlegum veikindum. Fræðimenn eru ósammála um hvort kulnun tengist eingöngu vinnustaðnum eða hvort kulnun nái yfir fleiri aðstæður í lífi einstaklingsins. Nýjustu rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli kulnunar og viðvarandi streitu sem er ekki eingöngu tengd vinnuaðstæðum. ​ En hvað er hægt að gera? Mikilvægt er að samstarf sé á milli vinnustaðarins og starfsmanna sem upplifa einkenni kulnunar svo hægt sé að skoða vinnuumhverfið. Fyrirbyggjandi aðferðir gegn kulnun sem einstaklingar geta notast við eru að huga að grunnþáttum. Grunnþættir eru hreyfing, svefn, mataræði og gefandi félagsleg samskipti. Með faglegri aðstoð er hægt að vinna með neikvæðan hugsunarhátt og tilfinningar.


31 views0 comments