Streituvísir

Gæðastimpill

Fyrirtækjaþjónusta

Værð býður uppá fræðslu um streitu/kulnun, streituvalda, skimun streitueinkenna og meðferð/ráðgjöf við streitu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtæki sem nýta sér þjónustu Værðar fá gæðastimpil um að viðkomandi fyrirtæki setji streitu starfsmanna sinna í forgang.

Hvað felst í fyrirtækjapakka við streituvanda?

Fræðsla um streitu/kulnun og streituvalda, úttekt á áhrifum streitu innan fyrirtækis/stofnunar, fræðsla og meðferð/ráðgjöf við streitu

  • Streita starfsmanna er metinn með vefskimun þar sem leitað er eftir einkennum af streitu.

  • Sérfræðingar Værðar mæta á staðinn og halda fræðsluerindi um streitu/kulnun og streituvalda fyrir starfsmenn.

  • Starfsmenn fá spurningalista þar sem skimað er fyrir streitu.

  • Þeir sem ná viðmiðum um alvarleg streitu einkenni fá boð í hópmeðferð Værðar sem nær yfir átta vikur ásamt sex vikna eftirfylgd. Á meðan meðferð stendur hafa þeir sem hana sækja ótakmarkað aðgengi að sálfræðingum Værðar.

  • Fyrirtæki hlýtur Streituvottun Værðar fyrir að ljúka fyrirtækjaskimun.

Er streita vandamál fyrirtækja/stofnanna?

Fyrirtæki þekkja vel mikilvægi þess að starfsmenn líði vel í vinnunni. Góð andleg líðan tryggir aukin afköst og minnkaðar fjarvistir. Rannsóknir hafa sýnt að greining og meðhöndlun á streitu er ekki aðeins mikilvægt heilsu starfsmanna vegna en einnig er það inngrip sem skilar hvað mestri hagræðingu fyrir fyrirtæki. 

Kostnaður vegna streitu/kulnunar í vinnu getur mjög mikill hjá stofnunum og fyrirtækjum. Þetta kostar fyrirtæki/stofnanir framleiðni, gæði vinnu varður lakari, aukin veikindaleyfi eða fjarvistir og auknar líkur á mistökum og slysum í starfi. Starfsmenn upplifa m.a. þreytu, orkuleysi, auknar líkur að þróa með sér geðrænan vanda, minni afköst, lakari ónæmiskerfi, aukinn hætta á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fá fyrirtækjatilboð frá Værð

Við höfum samband eins fljótt og auðið er.