Vinnustaðir

therapy4.png

Vinnustaðagreining og áhættumat

Værð sinnir úttektum fyrir hönd fyrirtækja/stofnana á andlegum og  félagslegu þáttum vinnuumhverfis. Áhættumat er stjórnendum skylt að framkvæma regulega samkvæmt vinnuverndarlögum. Aflað eru upplýsingar um stöðuna og þætti sem þarf að bæta, úrlausnir og framkvæmd úrlausna sem gefnar verða út í skýrslu og kynntar stjórnendum. Áhersla á lausnamiðaða nálgun og eftirfylgd. 

Einelti/áreitni/ofbeldi
 

 Innleiðing á réttum verkferlum við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Værð býr til eða fer yfir eldri verkferla. Handleiðsla, fræðsla og ráðgjöf um viðeigandi viðbrögð í slíkum málum. Áhersla á eftirfygld. 

Ef grunur vaknar um einelti, áreiti eða ofbeldi geta sálfræðingar Værðar brugðist fljótt við  í samvinnu með stjórnendum í greiningu og úrvinnslu á einstaka málum.

Handleiðsla

Boðið er upp á einstaklings-, hóp- og stjórendahandleiðslu.

Í handleiðslu er vandi yfir farin og þarfir einstaklingsins hafðar að leiðarljósi. Ráðgjöf, greining og meðferð hvers og eins er veitt með persónulegri nálgun. Í hóphandleiðslu. Í hóphandleiðslu er unnið með þau mál sem starfshópurinn telur vera þörf. 

Fræðsla/námskeið
 

Værð býður upp á margskonar fræðslu t.d. varðandi forvarnir við streitu/kulnun og streituvalda í starfi, jákvæð samskipti, eineltis/áreitnis/ofbeldis  og svo sérsniðin námskeið sem vinnuveitandi telur þörf á að flytja á sínum vinnustað.

Streituvísir

Úttekt á streitu einkennum starfsmanna fyrirtækja og stofnanna. Skýrslugerð um úrbætur, ráðgjöf, fræðsla og einstaklingsmeðferð í alvarlegri tilfellum. Fyrirtæki sem nýta sér þjónustu Værðar fá gæðastimpil um að viðkomandi fyrirtæki setji minnkun streitu starfsmanna sinna í forgang

Einstaklingsráðgjöf og sálfræðimeðferð

Værð býður upp á sálfræðimeðferð og ráðgjöf vegna andlegra vanlíðan meðal starfsmanna t.d. streitu/kulnun, kvíða, þunglyndi og áfalla. Áhersla er á að veita þolendum eineltis/áreitnis viðeigandi meðferð/ráðgjöf/stuðning.

Þjónusta í þágu vinnustaða

Hjá Værð vinna löggildir sálfræðingar sem einnig hafa menntun í vinnusálfræði og mannauðstjórnun. Værð býður uppá fjölbreytta og faglega ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna. Sálfræðingar Værðar hafa seinustu ár verið að þróa gæðastimpil streituvísisins. Með samstarfi við Værð eru fyrirtæki og stofnanir að stuðla að aukinni starfsánægju, móta góða vinnustaðamenningu fyrirtækis og styrkja hæfni starfsmanna til að takast á við fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Værð býður upp á þjónustusamninga við fyrirtæki eða stofnanir en einnig er hægt að fá sálfræðinga Værðar inn í einstaka mál.

Fyrirspurn um þjónustu

Við höfum samband eins fljótt og auðið er.