Sóley Siggeirsdóttir
Sálfræðingur
Sóley er sálfræðingur sem sinnir fullorðnum og ungmennum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð).
Sóley hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við lágt sjálfsmat, átraskanir og vanda með neikvæða líkamsímynd. Sóley veitir einnig meðferð og ráðgjöf vegna kvíða, depurðar, streitu og áfallastreitu.
Menntun
-
BSc í Sálfræði frá Háskóla Íslands 2016
-
Cand. psych. frá Háskóla Íslands 2019
Starfsreynsla
Sóley hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur síðan 2019. Hún hefur frá útskrift starfað hjá Landspítalanum við greiningu og meðferð geðræns vanda. Innan Landspítalans hefur Sóley lengst af starfað í átröskunarteymi og notið þar faglegrar handleiðslu innlendra sem og erlendra sérfræðinga í átröskunarmeðferð. Þá hefur hún einnig setið vinnustofu á vegum sálfræðiþjónustu Landspítala í hugrænni úrvinnslumeðferð (e. cognitive processing therapy) og þegið handleiðslu sérfræðinga í áfallameðferð.
Áður hefur Sóley starfað sem uppeldis- og meðferðarfulltrúi hjá unglingasmiðjum Reykjavíkurborgar og sem ráðgjafi í búsetuúrræði fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.
Rannsóknir og greinar
-
Disgust and OC symptoms: The Mediating Role of Harm Avoidance and Incompleteness
-
The Impact of Threat Appraisal in the Development of Post-Traumatic Stress Disorder: The Role of Threat to Life and Social Threat.