top of page
Barnasálfræðingur, sálfræðiþjónusat, sálfræðingur fyrir börn

Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga

Barnasálfræðingur starfar hjá Værð. Værð sálfræðiþjónusta býður upp á sálfræðiviðtöl í gegnum netið fyrir börn og unglinga. 

Sálfræðingur barna og unglinga

Værð sálfræðiþjónusta býður upp á fjarviðtöl við löggilda sálfræðing í gegnum myndfundi á netinu. Barnasálfræðingur Værðar sinnir viðtalsmeðferð og vinnur með börnum, ungmennum, foreldrum og fjölskyldum þeirra. Boðið er upp á meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga við tilfinningavanda, reiðivanda, hegðunarvanda og fleira. Má þar nefna kvíða, depurð, einhverfu, áráttu og þráhyggju, svefnvanda, áföll, sorg, skólaforðun, sjálfskaða og reiði. Áhersla er lögð á þjálfun færni eins og lausn vanda, félagsfærni, sjálfstyrkingu, tilfinningalæsi og -stjórnun. Sálfræðingar Værðar bjóða einnig upp á uppeldisráðgjöf til foreldra eða forráðamanna. Meðferðin er aðlöguð að getu og þroska barnsins. Áhersla er á samvinnu við forráðamenn barnsins sem þiggur sálfræðiþjónustuna og er í flestum tilvikum mælt með að foreldrar barna yngri en14 ára mæti með barninu í fyrsta viðtal. Í fyrsta viðtali er lögð áhersla á kortlagningu vandans.

 

Skilyrði fyrir þjónustuna er að barn þarf að hafa getu til að nýta sér fjarmeðferð og tækjabúnað sem krafist er fyrir slíka meðferð eða að forráðamaður eða annar fullorðinn einstaklingur í hans umboði sé til staðar til að sjá til þess að barnið sinni meðferðinni.


Fjarheilbrigðisþjónustan fyrir börn og unglinga er rekin með leyfi frá Landlækni.
 

Sálfræðiþjónusta verð

Hvert viðtal stendur yfir í 50 mínútur og kostar 20.000 kr. Hægt er að bóka styttra viðtal þ.e. 30 mínútna viðtal fyrir börn á 15.00 krónur. Forföll skal tilkynna með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Værð er með samninga við fyrirtæki, sveitarfélög og Sjúkratryggingar Íslands. Við hvetjum heilbrigðisstarfsmenn til að prenta út tilvísun á vegum Sjúkratrygginga Íslands til að afhenda skjólstæðingum en skjólstæðingar sjá svo um að koma tilvísunum til okkar. Ef sótt er um í þjónustu á vegum Sjúkratrygginga Íslands, sveitarfélaga eða fyrirtækja með samning við Værð þarf að taka það fram í þjónustubeiðni.
 

Hvernig bóka ég viðtal hjá sálfræðingi fyrir barn?

Hér fyrir neðan getur þú bókað fjarviðtal með því að ýta á "Sækja um í þjónustu hér" hnappinn og færist þú sjálfkrafa yfir á heimasíðu Köru Connect. Á síðu Köru Connect þarf að fylla inn grunnupplýsingar barnsins. Mikilvægt er að skilja eftir athugasemd um ástæðu umsóknar eða lýsingu á vanda í þjónustubeiðninni. Ef óskað er eftir þjónustu í gegnum samninga þá þarf það að koma fram í þjónustubeiðni. Til að ljúka við skráningu sendir Kara Connect þér tölvupóst. Í tölvupóstinum kemur fram að það þurfi að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. 
1. Börn með rafræn skilríki sækja um í þjónustuna með þeim.​
2. Börn undir 18 ára sem ekki eiga rafræn skilríki fara í eftirfarandi auðkenningarferli:

Sálfræðingur mun hafa samband í gegnum tölvupóst til að bjóða í þjónustu og bóka viðtal. Í framhaldinu er því mikilvægt að fylgjast vel með tölvupóstinum.

Ekki hika við að hafa samband ef þörf er á nánari upplýsingum eða aðstoð, sissa@vaerd.is.

bottom of page