top of page

Sálfræðingar Værðar bjóða upp á þjónustu fyrir börn, ungmenni, vinnustaði og vímuefnaráðgjöf.

456155393_499957612768374_66048091886366
456209090_1191831985357239_1256346347277
Börn og ungmenni

Sálfræðingar Værðar vinna með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Boðið er upp á meðferð/ráðgjöf fyrir börn og ungmenni við tilfinningavanda,  hegðunarvanda og fleira.

456198057_1169094620868437_1094491151014
Fullorðnir

Sálfræðingar Værðar veita ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við m.a. almennri vanlíðan, streitu og kulnun, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, svefn- og samskiptavanda. 

455156413_1044694560387515_7255391419350
Vinnustaðir

Værð býður uppá fjölbreytta og faglega ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna. Markmið okkar er að stuðla að auknum árangri, öryggi og vellíðan starfsmanna í vinnu og daglegu lífi.

456227932_915967840340184_77761131139175
Fíkniráðgjöf

Páll Heiðar sálfræðingur býður upp á fíkniráðgjöf fyrir ungmenni, fullorðna og aðstandendur þeirra í gegnum sálfræðiviðtöl á netinu. 

Um sálfræðiþjónustuna

Sálfræðingar Værðar sinna börnum, ungmennum, fullorðnum og vinnustöðum. Værð býður upp á sálfræðiviðtöl við löggildan sálfræðing í gegnum fjarfundarbúnað. Fjarviðtöl eru hefðbundin sálfræðiviðtöl sem fara fram í gegnum netið. Allir sálfræðingar hjá Værð starfa undir leyfi frá Landlækni og vinna í samræmi við þær reglur sem Landlæknir setur fyrir um fjarheilbrigðisþjónustu. Sálfræðingar hjá Værð nota Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara Connect krefst ekki neins sérstaks búnaðar fyrir utan myndvélar og hljóðnema í tölvu (í dag innbyggt í flestar fartölvur og spjaldtölvur). Æskilegt er að notast við heyrnartól meðan viðtali stendur.

Fjarheilbrigðisþjónusta er eingöngu viðeigandi fyrir einstaklinga með vægan til miðlungs vanda. Ef um bráðann geðrænan vanda er að ræða þá bendum við á og vísum á bráðaþjónustu.

  • Á höfuðborgarsvæðinu er það á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans staðsett við Hringbraut. Hún er opin kl. 12:00-19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 á frídögum. Utan þess tíma er hún staðsett á bráðamóttökunni í Fossvogi. Utan höfuðborgarsvæðisins er ein sérhæfð geðdeild, á Akureyri. Bráðamóttaka Sjúkrahússins á Akureyri er opin allan sólarhringinn (463-0100).

  • Ef um ólögráða einstakling er er að ræða er honum og forráðamanni bent á að hafa samband við Barna-og unglingageðdeild Landspítalans sem staðsett er við Dalbraut. Bráðaþjónusta BUGL, sími 543 4300 er opin kl. 8-16. Utan dagvinnutíma (543 4320 / 543 433). Á Norðurlandi er vísað á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri sem er opin allan sólarhringinn.

Öryggi fjarviðtala

Værð notar hugbúnaðarkerfið Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara Connect er hugbúnaður hannaður til að veita örugga leið til fjarskipta á aðgengilegan hátt. Hugbúnaðurinn er öruggur og áreiðanlegur. Kara notar SSL / TLS öryggisvottorð sem er endurnýjað á 90 daga fresti eða minna. Gögn eru dulkóðuð og geymd á öruggan máta sem tryggir persónuvernd. Því uppfyllir Kara Connect ítrustu kröfur um persónuvernd í samræmi við lög nr 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Kostnaður

Hvert viðtal stendur yfir í 50 mínútur og kostar 20.000 kr. Við nýskráningu ertu beðin(n) um að fylla inn kortaupplýsingar á heimasvæði Kara Connect. Greiðsla fyrir fjarviðtalsþjónustu er dregin af kortinu að viðtali loknu. Hægt er að fá kvittun fyrir þjónustunni á heimasvæði Kara Connect. 

Samtarfsaðilar
Værð er með samninga við Sjúkratryggingar Íslands, fyrirtæki, sveitarfélög, stéttarfélög og opinberar stofnanir. Samningar milli samstarfsaðila eru mismunandi og þarf að leita upplýsinga um niðurgreiðslu til þeirra. Ef fyrirtækið sem þú vinnur hjá eða stéttarfélagið þitt er með samning við Værð þarf að taka það fram þegar sótt er um þjónustu hjá Værð í gegnum Kara Connect. Kara Connect gerir samt sem áður kröfu til allra notenda um að kortaupplýsingar verði uppgefnar við nýskráningu. Kortaupplýsingar verða ekki notaðar á neinn hátt hjá þeim skjólstæðingum sem sækja um í þjónustu í gegnum samninga samstarfsaðila Værðar nema um annað sé samið.

Niðurgreiðsla stéttarfélaga

Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna sálfræðimeðferðar hjá Værð. Misjafnt er á milli stéttarfélaga hversu mikinn þátt þau taka í kostnaði. Við hvetjum ávallt fólk til að hafa samband við stéttarfélagið sitt til að kanna hver réttindi þess eru.

Við hjá Værð hvetjum þá sem glíma við veikindi en stefna á endurkomu á vinnumarkað eða í nám að kynna sér VIRK endurhæfingarsjóð. Umsóknir um endurhæfingu hjá VIRK fer í gegnum heimilislækni viðkomandi. Við minnum fólk á að mæta með náms- og starfsferilssögu í bókaðan læknatíma til að flýta fyrir ferlinu.

bottom of page