top of page

Karen Birna Kristinsdóttir

Sálfræðingur

Karen Birna er sálfræðingur sem sinnir fullorðnum og ungmennum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð). Karen Birna býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við lágt sjálfsmat, kvíða, átraskanir og vanda með neikvæða líkamsímynd. Karen Birna veitir einnig ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennri vanlíðan, þunglyndi, ADHD, einkennum áfallastreitu og samskiptavanda. 

Menntun

  • BSc í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019

  • MSc í Klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2021

Starfsreynsla

Karen Birna hefur verið starfandi sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2021 og lauk Cand. Psych í klínískri sálfræði sama ár. Fyrst um sinn starfaði Karen Birna á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítala þar sem hún sinnti ráðgjöf og greiningu á bráðum og fjölþættum geðrænum vanda hjá fullorðnum. Í kjölfarið hóf Karen Birna störf í átröskunarteymi Landspítala og sinnti þar greiningu og meðferð auk þess að veita fræðslur um málefni tengd átröskunum (s.s. líkamsímynd). Í starfi sínu naut Karen Birna faglegrar handleiðslu innlendra sem og erlendra sérfræðinga í átröskunarmeðferð (s.s. Glenn Waller). Þá hefur hún einnig setið vinnustofu á vegum sálfræðiþjónustu Landspítala í hugrænni úrvinnslumeðferð (e. cognitive processing therapy) og þegið handleiðslu sérfræðinga í áfallameðferð. Núverandi starfar Karen Birna hjá Værð sálfræðiþjónustu og ADHD geðheilsuteymi fullorðinna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Rannsóknir og greinar
  • The impact of virtual environment on physiological reactivity and perceived physiological arousal among students with public speaking anxiety and the mediating role of safety behaviors

  • Clinician-perceived barriers to assessment and treatment of PTSD and other trauma-related problems in mental health service in Iceland

  • Birt rannsóknargrein -  Sigurvinsdottir, R., Soring, K., Kristinsdottir, K.B., Halfdanarson, S. G., Johannsdottir, K. R., Vilhjalmsson, H. H., & Valdimarsdottir, H. B. (2021). Social Anxiety, Fear of Negative Evaluation, and Distress in a Virtual Reality Environment. Behaviour Change, 38(2), 109-118

bottom of page