Karen Birna Kristinsdóttir
Sálfræðingur
Karen Birna er sálfræðingur sem sinnir fullorðnum og ungmennum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð). Karen Birna býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við lágt sjálfsmat, kvíða, átraskanir og vanda með neikvæða líkamsímynd. Karen Birna veitir einnig ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennri vanlíðan, þunglyndi, ADHD og samskiptavanda.
Er í fæðingarorlofi
Menntun
-
BSc í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019
-
MSc í Klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2021
Starfsreynsla
Karen Birna hefur verið starfandi sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2021 og lauk Cand. Psych í klínískri sálfræði sama ár. Fyrst um sinn starfaði Karen Birna á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítala þar sem hún sinnti ráðgjöf og greiningu á bráðum og fjölþættum geðrænum vanda hjá fullorðnum. Í kjölfarið hóf Karen Birna störf í átröskunarteymi Landspítala og sinnti þar greiningu og meðferð auk þess að veita fræðslur um málefni tengd átröskunum (s.s. líkamsímynd). Í starfi sínu naut Karen Birna faglegrar handleiðslu innlendra sem og erlendra sérfræðinga í átröskunarmeðferð (s.s. Glenn Waller). Þá hefur hún einnig setið vinnustofu á vegum sálfræðiþjónustu Landspítala í hugrænni úrvinnslumeðferð (e. cognitive processing therapy) og þegið handleiðslu sérfræðinga í áfallameðferð. Núverandi starfar Karen Birna hjá Værð sálfræðiþjónustu og ADHD geðheilsuteymi fullorðinna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Rannsóknir og greinar
-
The impact of virtual environment on physiological reactivity and perceived physiological arousal among students with public speaking anxiety and the mediating role of safety behaviors
-
Clinician-perceived barriers to assessment and treatment of PTSD and other trauma-related problems in mental health service in Iceland
-
Birt rannsóknargrein - Sigurvinsdottir, R., Soring, K., Kristinsdottir, K.B., Halfdanarson, S. G., Johannsdottir, K. R., Vilhjalmsson, H. H., & Valdimarsdottir, H. B. (2021). Social Anxiety, Fear of Negative Evaluation, and Distress in a Virtual Reality Environment. Behaviour Change, 38(2), 109-118