top of page

Bóka fjarviðtal

Sálfræðiviðtöl á netinu, sálfræðingur í fjarviðtali

Hér fyrir neðan getur þú bókað fjarviðtal með því að ýta á gula hnappinn "bóka viðtal hér." Þú færist sjálfkrafa yfir á síðu Köru Connect þar sem þú fyllir inn grunnupplýsingar. Í kjölfarið færð þú tölvupóst frá Köru Connect til að klára skráningu. Í tölvupóstinum óskar Kara Connect eftir því að þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum (hér er fylgt kröfum Landlæknis við skráningu í fjarþjónustu). Ef óskað er eftir sálfræðiþjónustu fyrir barn er hægt að sjá nánari leiðbeiningar um nýskráningu undir "börn og ungmenni" hér á heimasíðunni. Sálfræðingur mun hafa samband í gegnum tölvupóst til að bjóða þér viðtal. Í framhaldinu er því mikilvægt að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Ekki hika við að hafa samband ef þörf er á nánari upplýsingum eða aðstoð. Hægt er að senda okkur tölvupóst á vaerd@vaerd.is eða hafa samband við okkur í gegnum skilaboð á síðunni.
Búið er að loka tímabundið fyrir skráningu á biðlista fyrir ADHD greiningar.

Hvernig bóka ég fjarviðtal hjá sálfræðingi?

Nánari upplýsingar

1.

Byrjað er á því að ýta á "bóka viðtal hér" hnappinn hér fyrir ofan á heimasíðunni. Við það færist þú yfir á síðu Kara Connect.

2.

Þú færist sjálfkrafa yfir á heimasíðu Köru Connect. Þar er óskað eftir því að þú fyllir út grunnupplýsingar. Kara Connect sendir þér í kjölfarið tölvupóst sem þú þarft að nálgast. Í tölvupóstinum óskar Kara Connect eftir því að þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum (hér er fylgt kröfum Landlæknis við skráningu í fjarþjónustu). Ef óskað er eftir barnasálfræðiþjónustu er nafn barnsins skráð en kennitala forráðamanns er notuð. Við hvetjum alla sem sækja um til að fylla út “lýsingu” á vanda. Mikilvægt er að taka fram hvaða þjónustu er verið að óska eftir; sálfræðiviðtöl barna eða sálfræðiviðtöl fullorðna. Ef óskað er eftir þjónustu í gegnum samninga þá þarf það að koma fram í þjónustubeiðni. Kara Connect gerir kröfu til allra notenda um að kortaupplýsingar verði uppgefnar við nýskráningu. Eingöngu við lok viðtals er gjald tekið af greiðslukorti sem gefið er upp við nýskráningu.

3.

Sálfræðingur hefur svo í framhaldi samband við þig og bókar tíma með þér í gegnum tölvupóst. Mikilvægt er því að fylla inn réttar upplýsingar um netfang og fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Tímasetningar viðtala getur þú svo nálgast á þínu heimasvæði hjá Kara Connect.

4.

Þegar viðtal fer að hefjast skráir þú þig inn á heimasvæðið þitt hjá Kara Connect. Þú ferð í myndfundakerfið og byrjar viðtalið við sálfræðinginn með einum smelli. Við mælum með að þú skráir þig inn á heimasvæðið áður en viðtalið hefst til að athuga hvort að allt virki ef þú hefur aldrei áður notað Kara Connect. Kara Connect hvetur alla til að nota Google Chrome vefvafra. Ekki hika við að hafa samband ef vandi kemur upp eða þú ert með frekari spurningar.

bottom of page