
Elva Björk
Barnasálfræðingur
Elva Björk Þórhallsdóttir er sálfræðingur sem að sinnir börnum, ungmennum og foreldrum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð)
Elva býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og foreldra. Hún veitir meðal annars uppeldisráðgjöf og hefur sérstakan áhuga á því að aðstoða við kvíða, almenna vanlíðan, lágt sjálfsmat, samskiptavanda, hegðunarvanda og ADHD.
Menntun
-
BS í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016
-
MSc í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2019
Starfsreynsla
Elva hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2019. Hún starfaði hjá Geðheilsumiðstöð barna í nokkur ár og hefur því mikla reynslu af greiningarvinnu, þverfaglegri teymisvinnu og ráðgjöf til foreldra, barna og skóla. Auk þess hefur hún reynslu af kennslu námskeiða, hefur tekið að sér frumgreiningar fyrir Suðurmiðstöð og starfað við sálfræðistörf hjá Barn- och ungdomspsykiatri í Lundi í Svíþjóð. Elva hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki en áður en hún útskrifaðist sem sálfræðingur starfaði hún m.a. við umönnun, sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarna og við atferlisþjálfun á leikskóla
Rannsóknir og greinar
-
Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga félagskvíðakvarðanna Liebowitz Social Anxiety Scale og Social Phobia Weekly Summary Scale
-
Tengsl streitu foreldra og óreiðu á heimilum við einkenni ADHD og hegðunarvanda hjá börnum á leikskólaaldri

