Sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna
Sálfræðingur fyrir fullorðna
Værð sálfræðiþjónusta býður upp á fjarviðtöl við löggilda sálfræðinga. Sálfræðingar Værðar veita ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennri vanlíðan, streitu og kulnun, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, svefn- og samskiptavanda. Notast er við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar sem sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að virka, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð).
Í upphafi meðferðar er vandinn kortlagður og meðferðaráætlun búin til í kjölfarið. Oft er lögð fyrir heimavinna milli meðferðartíma til að auka árangur en slíkt er eingöngu gert í samráði við skjólstæðinginn. Værð leggur áherslu á faglega þjónustu. Allir sálfræðingar hjá Værð starfa undir leyfi frá Landlækni og vinna í samræmi við þær reglur sem Landlæknir leggur fyrir um fjarheilbrigðisþjónustu.
Kostnaður
Viðtöl taka alla jafna 50 mínútur og kosta 20.000 kr. Forföll skal tilkynna með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Værð er með samninga við fyrirtæki, sveitarfélög og Sjúkratryggingar Íslands. Við hvetjum heilbrigðisstarfsmenn til að prenta út tilvísun á vegum Sjúkratrygginga Íslands til að afhenda skjólstæðingum en skjólstæðingar sjá svo um að koma tilvísunum til okkar. Ef sótt er um í þjónustu á vegum Sjúkratrygginga Íslands, sveitarfélaga eða fyrirtækja með samning við Værð þarf að taka það fram í þjónustubeiðni.
Sækja um þjónustuna
Hér fyrir neðan getur þú bókað fjarviðtal með því að ýta á "Sækja um í þjónustu hér." Þú færist sjálfkrafa yfir á síðu Kara Connect. Á síðu Köru Connect þarf að fylla inn grunnupplýsingar. Mikilvægt er að taka fram hvaða þjónustu er verið að óska eftir í athugasemdar dálkinn og hvort að þú/þið séuð með tilvísun. Við hvetjum alla sem sækja um til að fylla út að auki smá “lýsingu” á vanda. Ef óskað er eftir þjónustu í gegnum samninga þá þarf það að koma fram í þjónustubeiðni. Aðeins er tekið gjald fyrir í lok viðtals af greiðslukorti en kortaupplýsingar eru gefnar upp við skráningu. Sálfræðingur mun hafa samband í gegnum tölvupóst til að bjóða viðtal. Í framhaldinu er því mikilvægt að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum.
Ekki hika við að hafa samband ef þörf er á nánari upplýsingum eða aðstoð, vaerd@vaerd.is.