Ingibjörg Erla Jónsdóttir
Sálfræðingur
Ingibjörg Erla er sálfræðingur sem sinnir bæði einstaklingum og fyrirtækjum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð). Ingibjörg Erla býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna og ungmenni (þeir sem hafa náð 16 ára aldri). Hún veitir ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennri vanlíðan, streitu og kulnun, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, ADHD, svefn- og samskiptavanda.
Ingibjörg Erla er einnig vinnusálfræðingur og nýtir bakgrunn sinn í að sinna endurhæfingu fyrir skjólstæðinga sem hafa dottið af vinnumarkaði, fyrir ráðgjöf við vinnustaði, til stjórnenda, og handleiðslu starfsmanna. Hún tekur að sér fræðslu um sálfélagslega áhættuþætti á vinnustöðum, sem dæmi samskiptahætti, fyrirbyggjandi aðferðir við streitu, einelti, áreitni og ofbeldi.
Menntun
-
BSc í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017
-
MSc í Klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2019
-
MSc í Vinnu- og skipulagsheildar sálfræði frá Vrije University Amsterdam 2021
Starfsreynsla
Ingibjörg hefur verið starfandi sem löggiltur sálfræðingur síðan 2019. Ingibjörg Erla hefur starfað á geðsviði Landspítalans á móttökugeðdeild þar sem hún sinnti greiningu og meðferð á flóknum geðrænum vanda hjá fullorðnum. Ingibjörg hefur starfað á heilsugæslustöð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í Geðheilsuteymi HH - ADHD fullorðina. Áður hefur hún einnig starfað sem uppeldis- og meðferðarfulltrúi hjá Barnavernd, aðstoðarmaður í rannsóknum hjá Þjónustumiðstöð rannsókna og aðstoðarkennari við Háskólann í Reykjavík. Núverandi starfar Ingibjörg Erla hjá Værð sem sálfræðingur og Virk endurhæfingarsjóði sem sérfræðingur.
Rannsóknir og greinar
-
Sexual Abuse, Alcohol Consumption, and Life Satisfaction among Icelandic Adolescents: The Effects of Gender and Social Support.
-
The Role of High-Level Vision in Reading Ability: Is Visual Expertise an Instrumental Factor in Reading?
-
The Mediating Effect of Prestige-based Leadership Style on the Relationship Between Gender and Team Cohesion.
-
Sigurdardottir, H. M., Jonsdottir, I., Ulfarsson, L., & Birgisdottir, F. (2021). Reading fluency and ADHD symptoms: Initial testing of IS-FORM, IS-PSEUDO, and SWAN in a sample of Icelandic children. In Á. Kristjánsson, H. M. Sigurdardottir, & K. Árnason (Eds.), Sálubót: Afmælisrit til heiðurs Jörgen L. Pind (pp. 105-122). Háskólaútgáfan.