top of page
Screenshot 2022-08-07 at 14.19_edited.jpg

Valdís Ósk Jónsdóttir

Sálfræðingur

Valdís Ósk er sálfræðingur sem sinnir bæði einstaklingum og fyrirtækjum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð). Valdís býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna.

 

Hún veitir ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennri vanlíðan, streitutengdum vanda og kulnun, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, samskiptavanda og endurhæfingu vegna veikinda.

 

Valdís Ósk nýtir bakgrunn sinn sem sálfræðingur og mannauðsráðgjafi fyrir ráðgjöf við vinnustaði, til stjórnenda, og handleiðslu til starfsmanna. Hún tekur að sér fræðslu um sálfélagslega áhættuþætti á vinnustöðum, sem dæmi samskiptahætti, kulnun, fyrirbyggjandi aðferðir við streitu, einelti, áreitni og ofbeldi. Valdís er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.

Menntun

  • BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017

  • MSc í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2018 

  • MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2021

  • Viðurkenning sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.

Starfsreynsla

Valdís hefur verið starfandi sem löggiltur sálfræðingur síðan 2021. Valdís Ósk starfaði áður hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins við greiningu og meðferð geðræns vanda eða síðan 2020. Valdís hefur einnig starfað sem sálfræðingur hjá Auðnast og Líf og sál við meðferð og ráðgjöf við sálfélagslegum vanda. Áður hefur hún starfað sem uppeldis- og meðferðarfulltrúi hjá Barnavernd, og ráðgjafi á íbúðarkjarna.

Rannsóknir og greinar
  • Occupational Stress among Caregivers in the Geriatric Care Field in Iceland: Relations with Sickness Absenteeism, Anxiety, and Depression Symptoms

  • Að brúa aldursbilið: Tengsl kynslóða við starfsánægju, forspá um vinnu og hollustu við vinnustaðinn

  • Depression, Anxiety, and Stress Symptoms among Labor Force Participants in Iceland: The Effects of Gender, Parental Status, Financial Strain and Family Member Support

bottom of page