top of page
Untitled design_edited_edited.png

Páll Heiðar Jónsson

Sálfræðingur

Páll Heiðar er sálfræðingur sem sinnir fullorðnum og ungmennum í starfi sínu hjá Værð. Hann notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem Hugræna atferlismeðferð (HAM), Áhugahvetjandi samtalstækni (ÁS) og Núvitundarmiðaðar meðferðir (MBSR/MBCT).

Páll Heiðar veitir sálfræðimeðferð og ráðgjöf fyrir þá sem glíma við kvíða, streitu, endurtekið þunglyndi, lágt sjálfsmat og samskiptavanda. Hann hefur einnig áhuga á að aðstoða þá sem eru að fást við fíkn (t.d. spilafíkn og vímuefnavanda) og aðstandendur þeirra (t.d. með meðvirkni).

Menntun

  • BSc í Sálfræði frá Háskóla Íslands 2015

  • Cand. psych. frá Háskóla Íslands 2019

Starfsreynsla

Páll Heiðar hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur síðan 2019. Frá útskrift starfaði hann hjá SÁÁ í sálfræðiþjónustu fyrir börn fólks með fíknsjúkdóm, með ungmennum á sjúkrahúsinu Vogi og með fólki með spilafíkn. Frá 2023 hefur Páll Heiðar starfað hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði með fólki sem er í endurhæfingu vegna margvíslegs vanda, t.a.m. streitu, þunglyndis, gigtar, langvinnra verkja og sorgar.

 

Áður hefur Páll Heiðar starfað með fólki með geðrofsvanda, geðhvörf, þroskahamlanir og einhverfu.

Rannsóknir og greinar
  • Samband Persónuleikagerðar D og ósjálfráða taugakerfisins í streituvaldandi aðstæðum.

  • Depressive Rumination and the Habit Goal Framework.

bottom of page