top of page

Værð sálfræðiþjónusta

Værð sálfræðiþjónusta, sálfræðingur, sálfræðingar, sálfræðiviðtöl

Um Værð

Værð er fjarheilbrigðisþjónusta sem var stofnuð 2021 af Ingibjörgu Erlu Jónsdóttur og Valdísi Ósk Jónsdóttur, sálfræðingum og systrum. Tilgangur fjarþjónustunnar er að bjóða börnum, ungmennum og fullorðnum upp á aukið aðgengi að meðferð og ráðgjöf hjá löggildum sálfræðingum. Værð sérhæfir sig í fjarviðtölum sem fara fram í gegnum myndfundi þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samskipti á öruggan hátt í gegnum veraldarvefinn. Værð er að nýta nýja tækni til að auðvelda skjólstæðingum að leita sér sálfræðimeðferðar á þeirra eigin forsendum og óháð búsetu.


Öll getum við þurft á stuðningi að halda og eru ástæður þess að fólk leitar til sálfræðings mismunandi. Værð sinnir m.a. almennri vanlíðan, kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, svefnvanda, samskiptaerfiðleikum, streitu og kulnun. Værð býður upp á staðlaða hugræna atferlismeðferð (HAM) í gegnum Internetið fyrir þá sem þurfa.

 

Værð er með rekstrarleyfi frá Embætti landlæknis.
 

bottom of page