top of page
Sissa Helgadottir Salfraedingur_edited.png

Sissa Helgadóttir

Barnasálfræðingur

Sigríður (Sissa) Helgadóttir er sálfræðingur sem að sinnir börnum, ungmennum og foreldrum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð).


Sissa hefur í sínu starfi sem sálfræðingur lagt áherslu á meðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati unglinga og reiðivanda. Að auki hefur hún veitt ráðgjöf til foreldra um fyrrgreindan vanda ásamt því að veita ráðgjöf varðandi viðbrögð við hegðunarvanda og leiðir til að takast á við einkenni taugaþroskaraskanna (einhverfurófsraskanir og ADHD).


Sissa tekur einnig að sér fræðslu fyrir skóla-og frístundastarfsfólk um leiðir til að takast á við hegðunar-og reiðivanda í skólaumhverfinu sem og leiðir til að stuðla að bættum samskiptum í skólaumhverfinu.

Menntun

  • BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands 2017

  • MSc í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2019

Starfsreynsla

Sissa hefur starfað sem löggildur sálfræðingur síðan 2019. Sissa hefur frá árinu 2019 starfað sem sálfræðingur í Farteymi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þar sem hún vinnur í þverfaglegu teymi að verkefnum tengdum hegðunar- og ofbeldisvanda barna í grunnskólum Reykjavíkur. Meðfram því að sinna atferlismótun í skólaumhverfinu hefur hún einnig sinnt viðtalsbeiðnum og verið í nánu samstarfi við forráðamenn, félagsþjónustu og barnavernd svo eitthvað sé upptalið.

Sissa hefur einnig starfað sem sálfræðingur fyrir ungmennahúsið Hamarinn frá árinu 2021 en sú þjónustu er fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára. Sissa hefur einnig unnið sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur frá 2021 þar sem hún hefur veitt meðferð og ráðgjöf til barna, ungmenna og foreldra. 
 

Sissa hefur frá því haustið 2022 sinnt sálfræðiráðgjöf hjá Ásgarði - Skólinn í skýjunum. Þar sinnir hún ráðgjöf til nemenda og kennara ásamt fræðslu til foreldra.

Rannsóknir og greinar
  • Rumination as a Mental Habit: A study of habitual characteristics of depressive rumination in a non-clinical sample

  • Tíðni geð-og taugaþroskaraskana hjá börnum á aldrinum 6 -18 ára. Klínískt úrtak frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.

bottom of page