top of page

Helga Maren Hauksdóttir

Sálfræðingur barna og fullorðinna

Helga er sálfræðingur sem að sinnir einstaklingum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð).

Helga býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og foreldra. Helga veitir meðal annars ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, samskiptavanda, svefnvanda, hegðunar- og öðrum tilfinningavanda. Að auki hefur hún mikinn áhuga á áföllum. Helga veitir einnig ráðgjöf til foreldra varðandi fyrrgreindan vanda.

Menntun

  • BS í sálfræði frá Háskóla Íslands 2014

  • Diplóma í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2016

  • MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2020

Starfsreynsla

Helga hefur starfað sem löggildur sálfræðingur síðan 2020. Frá árinu 2020 hefur hún starfað sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hún sinnir greiningu og meðferð barna og ungmenna. Meðfram starfi sínu hjá Heilsugæslunni starfar hún hjá Auðnast þar sem hún sinnir börnum, ungmennum og fullorðnum með ýmsan vanda. Àður hefur hún m.a. starfað sem ráðgjafi hjá Barnavernd, stuðningsfulltrúi í skammtímadvöl, sérkennslustjóri, atferlisþjàlfi og við sérkennslu.

Rannsóknir og greinar
  • Hefur hreyfing áhrif á áfengisneyslu og reykingar ungmenna?

  • The effects of social support and relationship with the perpetrator on disclosure of sexual abuse: Depression, anxiety and stress symptoms among sexually abused victims in Iceland

bottom of page