Unnur Benediktsdóttir
Sálfræðingur
Unnur er sálfræðingur sem sinnir einstaklingum og pörum í starfi sínu hjá Værð. Hún notast við gagnreyndar aðferðir á borð við HAM (hugræna atferlismeðferð).
Unnur býður upp á sálfræðiviðtöl fyrir fullorðna og pör. Hún veitir einstaklingsmeðferð meðal annars við kvíða, lágu sjálfsmati, neikvæðri líkamsímynd, samskiptavanda, vanlíðan mæðra og feðra á meðgöngu, fæðingarþunglyndi og almennri vanlíðan. Einnig býður Unnur upp á ráðgjöf fyrir pör með samskiptavanda.
Menntun
-
BSc í Sálfræði frá Háskóla Íslands 2019
-
Cand. psych. frá Háskóla Íslands 2022
Starfsreynsla
Unnur hefur verið starfandi sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2022. Starfsnámi lauk hún í átröskunarteymi Landspítala. Hún hóf störf hjá bráðamóttöku geðsviðs á Landspítala þar sem hún sinnti ráðgjöf og greiningu á bráðum og fjölþættum geðrænum vanda hjá fullorðnum ásamt því að veita hópmeðferð við ofsakvíða. Unnur starfar hjá Heilsugæslu Suðurlands. Þar veitir hún fullorðnum og ungmennum einstaklings- og hópmeðferðir. Unnur var einnig aðstoðarmaður í rannsókn á áhrifum MBCT meðferðar við þunglyndi á árunum 2019-2020 við Háskóla Íslands.
Rannsóknir og greinar
-
Emotion reactivity in depression: The mediating role of emotion regulation and cognitive reactivity
-
Psychometric properties of the Icelandic translation of EmetQ-13 and SPOVI in a clinical sample