top of page

Persónuverndar- og notendaskilmálar
Værðar ehf

Þjónusta Værðar er háð eftirfarandi skilmálum

Þegar þú notar vefsíðuna eða kaupir þjónustu samþykkir þú þessa skilmála, vinsamlegast lestu vel yfir þá. Þú getur sent tölvupóst á vaerd@vaerd.is ef þú hefur spurningar um skilmálana. VÆRÐ áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Þjónustan er rekin af Værð, kt.430821-0320. Umhverfi þjónustunnar er hýst af Köru Connect ehf. sem er vinnsluaðili gagna (sjá notkunarskilmála Köru Connect hér). Værð er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustuna. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á vaerd@vaerd.is Notkunarskilmálar Sérstakir notkunarskilmálar Værðar. Notandanum gert grein fyrir því að með því að samþykkja þessa skilmála þá er hann að veita upplýst samþykki fyrir vinnslu á persónuupplýsingum.


Persónuupplýsingar sem safnað er

Persónugögn eru gögn sem hægt er að tengja við einstaklinga. Værð safnar og vinnur eftirfarandi persónugögn sem hægt er að tengja við þig:

 • Upplýsingar um þig (aðgangsupplýsingar) fela í sér eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn

  • Tölvupóst

  • Símanúmer

  • Kennitölu

  • Upplýsingar um tengilið einstaklings í þjónustu ef við á (nafn, síma, heimilisfang), t.d. forráðamaður eða eiginmaður/kona.

 • Heilbrigðisupplýsingar (sjúkraskrá).

  • Samkvæmt lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 skal heilbrigðisstarfsmaður sem fær sjúkling til meðferðar halda sjúkraskrá. Heilbrigðisupplýsingar eru upplýsingar sem verða til við meðferð sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns.

 • Greiðsluupplýsingar.

  • Værð sér hvorki né geymir kortaupplýsingar hjá sér. Kortaupplýsingar sem settar eru inn í hugbúnað Köru eru hýstar hjá greiðsluveitunni Stripe.

 • Meðhöndlun á persónugögnum

  • Værð notar persónuupplýsingar þínar eingöngu í þeim tilgangi að efna samning við þig um veitingu sálfræði og ráðgjafarþjónustu og til að uppfylla lagaskyldu veitanda heilbrigðisþjónustu að halda sjúkraskrá um meðferðina. Samkvæmt lögum um sjúkraskrár nr.55/2009 er óheimilt að eyða upplýsingum úr sjúkraskrá nema með samþykki landlæknis. Aðrar upplýsingar sem við geymum um þig eru geymdar eins lengi og nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Einstaka upplýsingar geta verið geymdar lengur ef sérstakar reglur gilda t.d. skatta- eða bókhaldslög. Værð notast við Köru til að safna og geyma persónugögn. Persónugreinanlegar upplýsingar, ásamt öðrum gögnum, eru dulkóðaðar í gagnagrunni með 256 bita dulkóðun. Öll samskipti milli skjólstæðings og sérfræðings innan Köru eru dulkóðuð með SSL/TLS skírteini.
    

Tilgangur og heimild til vinnslu persónuupplýsinga

Tilgangur með vinnslu persónuupplýsinga og heimildir til vinnslu til fyrrnefndra gagna er eftirfarandi:

 • Vinnsla á upplýsingum um aðgangsorð og netfang eru nauðsynlegar til að beina skjólstæðingum rétt aðgengi að sérfræðing, geta haft samband við viðkomandi, sent út reikninga eða fylgt eftir meðferð. Heimildin er samþykki þess sem persónuupplýsingarnar eru um (hins skráða) fyrir vinnslunni í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða.

 • Vinnsla á heilsuupplýsingum (sjúkraskrá) er nauðsynleg til að skrá niður upplýsingar sem snúa að meðferðinni og framgangi meðferðar. Heimildin er samþykki þess sem persónuupplýsingarnar eru um (hins skráða) fyrir vinnslunni í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða. Einnig veitendum heilbrigðisþjónustu skylt að halda sjúkraskrá og því er vinnsla nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á þeim sem ákveður vinnsluna (ábyrgðaraðila).

 • Vinnsla á greiðsluupplýsingum er nauðsynleg til að skjólstæðingar geti greitt fyrir þjónustu Værðar ef og þegar við á. Heimildin er samþykki þess sem persónuupplýsingarnar eru um (hins skráða) fyrir vinnslunni í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða.


Meðferð ólögráða skjólstæðinga

Skilyrði fyrir þjónustuna er að barn þarf að hafa getu til að nýta sér fjarmeðferð og tækjabúnað sem krafist er við slíka meðferð eða að forráðamaður eða annar fullorðinn einstaklingur í hans umboði sé til staðar til að sjá til þess að barnið sinni meðferðinni. Börn með rafræn skilríki auðkenna sig með þeim ef um fjarfund er að ræða

Börn undir 18 ára eða einstaklingar sem ekki eru með rafræn skilríki fara í eftirfarandi auðkenningarferli

 • Börn sem koma með foreldrum/forráðamönnum eru staðfest með skilríkjum foreldra.

 • Börn sem ekki eru með rafræn skilríki og geta ekki mætt með foreldrum/forráðamönnum þurfa að vera auðkennd í gegnum umboðsmannakerfi í Köru. Forráðamenn geta þannig veitt öðrum tengiliðum umboð til að skrá skjólstæðing inn með rafrænum skilríkjum fyrir hönd forráðamanns. Leiðbeiningar fyrir notkun umboðskerfis í Köru má finna hér.


Rekstur heilbrigðisþjónustu

Værð er rekin með leyfi frá Embætti landlæknis. Allir veitendur heilbrigðisþjónustu hjá Værð eru með löggilt starfsleyfi frá Embætti landlæknis.
 

Skilmálar um greiðslu og afbókanir

Greiðsla er innt af hendi eftir hvert viðtal en þá er upphæð viðtalsins tekin út af kredit- eða debetkortinu sem var gefið upp við nýskráningu. Skjólstæðingur fær kvittun fyrir greiðslunni á heimasvæði inni í Köru. Ef skjólstæðingur/viðskiptvinur mætir ekki í bókaðan tíma gilda eftirfarandi reglur: Sálfræðingar hjá Værð rukka hálft gjald fyrir viðtal sem afbókað er samdægurs. Ef ekki er mætt í bókaðan tíma er rukkað fullt gjald fyrir viðtalið. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna þjónustu sem veitt er af Værð ehf. Kvittanir fyrir stéttarfélög má finna á heimasvæði skjólstæðings.
 

Greiðslumáti

Hægt er að greiða með kreditkorti eða debetkorti í gegnum Köru Connect. Værð hefur ekki aðgang að kortaupplýsingum kaupenda. Hægt er að nálgast kvittun á heimasvæði þínu í Köru sem hægt er framvísa til stéttarfélaga vegna greiðsluþátttöku en sum stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til að sækja veitta þjónustu.


Verð

Hvert viðtal stendur yfir í 50 mínútur og kostar 20.000 kr. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru verð og upplýsingar um þjónustu birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Við áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

Afbókanir

Mikilvægt er að hafa í huga að samkvæmt skilmálum hjá Værð er nauðsynlegt að afbóka viðtöl daginn áður (fyrir kl. 18:00) með því að senda tölvupóst. Sálfræðingar hjá Værð rukka hálft gjald fyrir viðtal sem afbókað er samdægurs. Ef ekki er mætt í bókaðan tíma er rukkað fullt gjald fyrir viðtalið. Ef þörf er á afbókun á að senda tölvupóst á netfang sálfræðings. Sálfræðingur mun bíða í 10 mínútur eftir skjólstæðingi. Ef skjólstæðingur er ekki mættur fyrir þann tíma verður tekið fullt gjald fyrir viðtalið. 

 

Ábyrgð þín

Þú berð ábyrgð á að muna eftir að mæta í viðtalstímann þinn en þú getur séð hvenær þú átt bókaðan tíma á heimasvæðinu þínu á karaconnect.com. Þú berð sömuleiðis ábyrgð á því að þú hafir næði á meðan þú ert í viðtalstíma hjá sálfræðingnum þínum í gegnum myndfundabúnað og að netsamband þitt og tækjabúnaður sé nægilega góður.

bottom of page