​Sálfræðiþjónusta á netinu

947D8365-9CBF-42B4-9AD4-26C7AD6060FE_edited.png

​Sálfræðingur fyrir börn, ungmenni og fullorðna

Nú býður Værð upp á fjarviðtöl fyrir börn og unglinga hjá barnasálfræðingi. Þar sem barnasálfræðiþjónustan er ný er biðlisti fyrir sálfræðiviðtöl í gegnum netið fyrir börn og unglinga stuttur.

Sálfræðingar Værðar bjóða upp á almenna sálfræðiþjónustu í gegnum myndfundi á internetinu með öruggum hætti. Tilgangur fjarþjónustunnar er að bjóða upp á aukið aðgengi almennings að sálfræðimeðferð og ráðgjöf hjá löggildum sálfræðingum fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Fjarheilbrigðisþjónustan er rekin með leyfi frá Landlækni.

Hvaða þjónusta er í boði?
Screenshot 2022-08-07 at 11.39.01.png
Screenshot 2022-08-07 at 11.43_edited.png

Börn og ungmenni

Sálfræðingar Værðar vinna með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Boðið er upp á meðferð/ráðgjöf fyrir börn og ungmenni við tilfinningavanda,  hegðunarvanda og fleira.

Screenshot 2022-08-07 at 11.41.46.png

Fullorðnir

Sálfræðingar Værðar veita ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við m.a. almennri vanlíðan, streitu og kulnun, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, svefn- og samskiptavanda. 

Screenshot 2022-08-07 at 11.51.37.png

ADHD greiningar

Sálfræðingar Værðar sinna greiningu á athyglisbresti og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) hjá fullorðnum í gegnum fjarþjónustu. Einnig er í boði ráðgjöf, meðferð og fræðsla.

Screenshot 2022-08-07 at 11.31.43.png

Vinnustaðir

Værð býður uppá fjölbreytta og faglega ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna. Markmið okkar er að stuðla að auknum árangri, öryggi og vellíðan starfsmanna í vinnu og daglegu lífi.

Hvernig getum við aðstoðað?
Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda eða erfiðleikum í lífinu, m.a. streitu/kulnun, lágu sjálfsmati, þunglyndi og kvíða. Einnig er hægt að fá aðstoð við að bæta lífsgæði, minnka svefnvanda og takast á við persónulegar áskoranir. Sálfræðingar Værðar sinna einnig greiningu, ráðgjöf og meðferð við ADHD.
VÆRÐ_edited.png
1

Kvíði

2

Sjálfsmat

3

Þunglyndi

4

Streita/kulnun

5

Svefn

Teymið
Sérfræðingar Værðar eru löggildir sálfræðingar sem veita þér góða og persónulega þjónustu.
274348480_480084837144857_2057855718807918425_n_edited_edited.png

Sálfræðingur fullorðinna og ungmenna 

Screenshot 2022-08-03 at 14.54_edited.png

Sálfræðingur barna og ungmenna

Screenshot 2022-08-07 at 14_edited_edited_edited_edited_edited.png

Sálfræðingur fullorðinna og ungmenna 

Screenshot 2022-11-12 at 20_edited_edited.png
Hvernig bóka ég sálfræðiviðtal?
1
Fyrst ýtir þú á bóka viðtal hér

Byrjað er á því að ýta á "bóka viðtal hér" hnappinn. Við það færist þú sjálfkrafa yfir á síðu Köru Connect.

2
Næst er ný skráning 

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum (Island.is) hjá Kara Connect og óskar eftir þjónustu með því að fylla út grunnupplýsingar um þig. Eingöngu við lok viðtals er gjald tekið af greiðslukorti sem gefið er upp við innskráningu.

3
Sálfræðingur hefur samband

Sálfræðingur mun hafa samband við þig í framhaldi í gegnum tölvupóst og bókar tíma með þér. Því er mikilvægt að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum.

4
Þú mætir svo í bókað fjarviðtal

Tímasetningu viðtala getur þú svo nálgast á þínu heimasvæði hjá Kara Connect. Þegar viðtal fer að hefjast skráir þú þig inn á heimasvæðið þitt. Þú ferð í myndfundakerfið og hefur viðtalið við sálfræðinginn með einum smelli.